Auglýsingin mín er eftirfarandi.

SAUMANÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR

Viltu láta gamlan eða nýjan draum rætast? Hér er rétta tækifærið.

Þriggja daga byrjendanámskeið í fatasaum hefst að viku liðinni. Þrír klukkutímar í hvert skipti og þú labbar út með buxur. Tilgangurinn  að þátttakendur læri undirstöðuatriði varðandi fatasaum með það markmið að geta nýtt sér þekkinguna og  saumað nánast hvað sem er.

Kennsluaðferðir verða skriflegar lýsingar og teikningar, sýnikennsla, verklegar æfingar og framkvæmdir.

Á námskeiðinu muntu:

  • mæla með málbandi
  • ákveða rétta sniðstærð í samræmi við mælingar
  • teikna upp snið og sníða eftir því
  • nota saumavélina og sauma

Að námskeiði loknu geta þátttakendur valið eigin snið og saumað eftir þeim.


Við gerð námskeiðslýsingar notaðist ég við námskeiðslýsingar –  leiðbeiningarfrá  Endurmenntun HÍ. Þar kemur meðal annars fram að titill þurfi að lýsa viðfangsefninu, hverjum námskeiðið er ætlað, markmið, tilgangur, efnisþættir og kennsluaðferðir. Hámarkslengd 170 orð.

Sjá nánar á vefslóð

Click to access 100813_Namskeidslysing_leidbeiningar_fyrir_kennara_HANDBOK_VL001.pdf

Leave a Reply