Skipulagning námsferlis með ólíkum aðferðum – Design Thinking

Hér er verkefni frá Auði, Eyjólfi, Huldu Hrönn og R. Kristínu.

Hópurinn sem vann þetta verkefni samanstóð af fólki sem býr dreift – frá Borgarfirði til Hafnar í Hornarfirði og þaðan til Spánar. Það vafðist fyrir okkur í byrjun hvaða form á samskiptum við ættum að nota. Það er reyndar vel við hæfi að þurfa að hugsa út fyrir kassann, þegar maður vinnur verkefni eftir nálguninni Design Thinking. Við ákváðum að nota Adobe Connect fundarherbergi – einskonar rafræna skólastofu til að hittast. Einn hópfélaganna hafði búið sér til þannig aðstöðu í öðru verkefni námskeiðsins – þjónustuverkefni.

Við unnum verkefnin saman á Googledocs og Slideshire en hittumst oft í skólastofunni þar sem aðalstarfið fór fram. Það reyndist okkur auðvelt og áhrifaríkt. Námskeiðið sem við hönnuðum byggir á reynslu okkar af því að vera nemendur og kennarar í fjarnámi en einnig á sameiginlegri reynslu okkar við að vinna þetta verkefni á þann hátt sem við gerðum.

Við völdum að skila kynningum sameiginlega og taka þau upp í rafrænu skólastofunni okkar og þannig birtast þær ykkur. Einn hópfélagana gat ekki vegna tækniörðuleika tekið þátt í kynningunum en tók þátt í undirbúningi. Það eru einhverjar tæknitruflanir í hljóðupptöku og biðjumst við velvirðingar á því en vonum  að þær reynist ykkur engu að síður gagnlegar og fróðlegar.

Hér er slóð á kynningu á nálgun: https://c.deic.dk/p4xxzyhpx4p/

Við ákváðum að gera frummyndir hvert í sínu lagi þar sem fjarlægðin setti okkur takmörk hvað varðar að láta hugmyndina fara úr höfði í hendur á sameiginlegan hátt. Einn hópfélagana útbjó kynningu á sinni útfærslu á frummynd og það væri ekki úr vegi fyrir ykkur að horfa á hana áður en þið horfið á glærukynninguna.  Hún birtist  hér: http://youtu.be/uU3gZEpcRNI

Að síðustu er kynning á vegferð okkar: https://c.deic.dk/p5mei4c752l/

Við biðjum ykkur að athuga að prófun hefur ekki farið fram og hugsum okkur að hún fari fram með þeim hætti að birta þetta hér og fá ykkar álit á hugmyndinni. Þegar það væri komið, ætlum við að hittast í skólastofunni okkar og setja saman eina glæru og bæta henni hér við.

Við erum öll sammála um það þetta verkefni hafi gefið okkur mikið  – það var skemmtilegt auk þess sem við teljum að sú hugmynd sem við færum fram kæmi til með að auðvelda lífið bæði fyrir kennara og nemendur í  fjarnámi.

2 thoughts on “Skipulagning námsferlis með ólíkum aðferðum – Design Thinking”

Leave a Reply