Fyrstu gögnin frá staðlotunni

Takk fyrir samvinnuna á staðlotunni. Það var gott að sjá ykkur öll bæði á staðnum og á línunni. Sumir virðast ekki hafa komist, þeir græða vonandi eitthvað á upptökunum.

Stadlota2015-01-21 11.01.16

ATH: Adobe Connect er eitthvað að stríða mér, þegar ég reyni að spila upptökurnar, fæ ég tilkynningu um að tölvan mín nái ekki sambandi við vefþjóninn, en svo gengur það ef ég smelli strax aftur á slóðina…

Dagskrá:

 Myndir frá staðlotunni eru hér

Auður mun vinna fundargerð eftir staðlotuna og setja myndirnar inn í hana og senda okkur fljótlega.

Viðbrögð frá ykkur:

  • Svarið þessum pósti og segið okkur hvað þið tókuð helst með ykkur heim af staðlotunni.

6 thoughts on “Fyrstu gögnin frá staðlotunni”

  1. Sæl ágætu samnemendur!
    Mér fannst ég hafa með mér heim af staðlotunni mikið magn af “inspírasjón” og ný sjónarhorn á því hvernig, margbreytileiki í kennsluaðferðum skilar árangri. Einnig geri ég mér enn betur ljóst mikilvægi þess að skapa gott námsandrúmsloft, hvetja nemendur til að taka þátt í skipulagningu og mótun námsins, sem og að setja sér markmið. Semsé, uppskeran af þessari staðlotu var góð.

  2. Sæl öll=]
    Ég er sammála Auði. Ég varð ekkert lítið glöð að sjá svona “gamaldags” framsetningu á kennsluefni og kættist mjög í hvert skipti sem Hróbjartur dúndraði prjónunum í alla litríku miðana. Ég er enda geggjað gamaldags og eeelska þess utan liti (Ebba getur vottað hvort tveggja;] ). Þessi framsetning á námsefni er þannig eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að tileinka mér. Ég á sjálf mjög bágt með glærusjó og dett oft úr kontakt við efnisinnihaldið (-ha? var einhver að tala um athyglisbrest?). Heilt yfir mjög afslappað og skemmtilegt andrúmsloft og efnið mjög áhugavert. Er að stauta mig fram úr þeim verkefnum sem mér ber að skila í námskeiðinu og á í dálitlum erfiðleikum með að ná fókus. Hef ekki enn rekist á einhverskonar leslista fyrir hverja viku, en e.t.v. er ekkert slíkt til staðar. Er auk þess að læra á alla þessa nýju miðla, “feisbúkk-ið”, “SFFF-ið”, “Box-ið”… hvar endar þetta eiginlega???=O
    Adjö,
    Halla

Leave a Reply