Lokað umræðusvæði komið upp

Fyrir ofan myndirnar af þeim þremur póstum sem ég hef valið sem áherslupósta er svört skipanalína (Menu) með slóðum í nokkur mikilvæg svæði á námskeiðinu:

umraedusvaedi

 

Með því að smella á fyrirsögninni “Umræður” fáið þið aðgana að yfirliti yfir umræðusvæði vefsins. Þetta er lokað svæði, sem er aðeins sýnilegt þeim sem eru á námskeiðinu.

Kosturinn við umræðusvæði með umræðuþráðum er að það er auðvelt að halda utan um umræður og finna þær aftur.

Tvö umræðusvæðin tengjast verkefninu “Markmið” meðan það þriðja er svæði þar sem við getum hjálpast að við lestur á bókinni: Ef það er eitthvað sem þú ert að pæla í, skilur ekki, vilt ræða, settu  endilega inn þráð fyrir það. Þið þurfið bara að passa uppá að búa til nýjan þráð fyrir hvern nýjan kafla…. og setja svo spurningar undir þann þráð.

Sjá leiðbeiningar hér, en ATH. stillingin á skjánum mínum var eitthvað skrítin, svo músarbendillinn er ekki á réttum stað!

Leave a Reply