Um það að skipuleggja nám… næstu skrefin.

Blueprints
Mynd Sam Howitz á Flickr

 

Nú þegar þið hafið notað tíma til að átta ykkur annars vegar á listinni “að skrifa atferlismarkmið” og prófað ykkur áfram með að skrifa nokkur slík, er kjörið að stíga skrefið til baka og skoða ferlið: Að skipulaggja nám, í aðeins stærra samhengi. Á staðlotunni næstu munum við skoða tvær ólíkar leiðir – og frekar nýstárlegar – en áður en að því kemur er sniðugt fyrir ykkur að vera búin að átta ykkur vel á tvennum pælingum sem liggja þessum til grundvalla:

A) Hvernig við lærum (eða hvað við vitum um það hvernig fólk lærir) og
B) Hvernig getum við skipulagt nám í ljósi þess sem við vitum um nám.
Hefðbundnar leiðir að þessu marki, eins og sú sem Gagné lýsir í bók sinni byggja á þeim hugmyndum sem höfundar þeira hafa um nám og hvernig það fer fram. Það er um að gera fyrir ykkur að rifja upp það sem þið vitið fyrir og kafa einhverstaðar dýpra. Þar finnst mér t.d. bók Illeris “How we learn” vera kjörin (ég er með Kindle útgáfu í tölvunni, þannig að ég get alltaf flett upp í henni 😉 (Hér er stutt samantekt á hans kenningu) Svo er líka til góð samantekt á því sem hefur þótt almennt viðurkennt um nám í bók sem heitir “How People Learn” – hún er til ókeypis á netinu. Að ógleymdu Diigo safninu mínu merkt nám (sem er ekki skipulagt safn, heldur það sem ég hef fundið á leiðinni og sýnist nokkuð gott)
Nú þegar þú hefur spáð í það hvað þátttakendur á námskeiði þínu gera eða geta gert að námskeiði loknu er málið að velta fyrir sér – byggt á því sem við vitum og trúum um nám – hvers konar “atburð” þú vilt skipuleggja sem hjálpar þátttakendum til að ná valdi á því sem þú ert búin/n að lýsa.
Kennari er sérfræðingur í því að leiða saman hóp fólks, skipuleggja og leiða fyrir þá og með þeim, atburði sem leiða til þess að í lok þeirra eru þátttakendur betur í stakk búnir til að gera eitthvað sem þeir gátu ekki áður. Þeir vita, kunna eða geta eitthvað sem þeir gátu ekki (eins vel) áður. Þeir hafa lært eitthvað. – Þetta eitthvað er það sem þú lýstir í markmiðunum.
Nú er að spá í það sem þátttakandinn ætti að sjá, heyra, upplífa, lesa, gera, ræða, prófa … til þess að geta sýnt þá framistöðu sem þú lýstir í markmiðunum.
Þar koma þessi skref sem lýst er í bókinni eins og:  1. Greiningu námsþarfa 2. Ákvörðun námsefnis 3. Ákvörðun namsmats 4. Skipulagningu námsferla 5. Útfærslu atburða
Ég hvet ykkur til að lesa í gegnum kaflana hjá Gagné sem lýsa þessu öllu, með námskeið ykkar í huga og byrja að skipuleggja ákveðna þætti námskeiðsins og setja uppköst að því inn í möppuna áþreifanlega á rétta staði. Í möppu 5 hönnun námsferla í Boxinu er að finna nokkur blöð frá mér um þetta. Reiknið frekar með að fara nokkra hringi, en að ná þessu öllu í einu með einni yfirferð. Ég held ekki að það náist þannig, þetta er svona “spíral nám” þar sem maður kemur aftur og aftur að sömu hugmyndum, dýpkar skilning sinn smám saman.
Við munum svo á staðlotuni fara tvo nýja hringi um sömu hluti með önnur gleraugu (Business Model Generation og Design Thinking) … þau eru ólík, en samt ótrúlega lík, samt 😉
Þá er gott að vera búin/n að fara í gegnum þetta hefðbundna amk. einu sinni.

Leave a Reply