Námskeiðslýsing

HRINTU HUGMYND Í FRAMKVÆMD!

Frá vangaveltum að veruleika er hagnýtt þriggja daga námskeið, sniðið að einstaklingum sem langar að glæða hugmyndir sínar lífi.

Viltu koma hugmyndum þínum á koppinn, sjá þær vaxa og verða að fullburða verkefnum sem geta blómstrað undir þinni öruggu stjórn?

Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Á námskeiðinu muntu meðal annars;

  • gera þarfagreiningar til að átta þig á mögulegum viðskiptahugmyndum.
  • útbúa viðskiptalíkan (Buisness Model Canvas) til að gera hugmynd þína markaðshæfa.
  • skrifa framkvæmdaáætlun til að setja þér raunhæfan en stýrandi ramma.
  • útskýra hugmynd þína fyrir hugsanlegum samstarfsaðilum og viðskiptavinum.

Að námskeiði loknu getur þú beitt ólíkum aðferðum við að hrinda hugmynd í framkvæmd!

Um gerð námskeiðslýsingar

Innihald: Námskeiðslýsing þarf að vera skýrt orðuð, hnitmiðuð og innihalda nauðsynlegustu upplýsingar, s.s. um tímalengd, námskeiðsinnihald, hagnað þátttakenda og kunnáttu að loknu námskeiði. Sé námskeiðslýsinguna að finna á netinu er nauðsynlegt að allar mikilvægustu upplýsingar sé að finna á forsíðu, þannig að væntanlegir þátttakendur þurfi ekki að leita sig í gegnum “undirflipa” netsíðunnar. Slíkt gerir væntanlegum þátttakendum einungis erfiðara fyrir og getur í framhaldi valdið áhugamissi fyrir námskeiðinu.

Skrif: Forðast ætti notkun 3. persónu í orðalagi lýsingarinnar, s.s. “þátttakendur munu” og nota þess í stað 2. persónu “þú munt”. Fyrsta setningin skiptir sköpum fyrir áframhaldandi lestur og þarf að vera grípandi. Forðast ætti opnunarlínu eins og “Þetta námskeið …” og nota þess í stað sagnir sem lýsa aðgerðum, s.s. uppgötvaðu, fáðu, náðu. Spara skyldi orðið “læra” þar til í annarri eða þriðju setningu. Beita ætti fjölbreyttu orðalagi og ríkulegum skrifum, svo námskeiðsinnihaldið hljómi ekki eins og þurr tugga. Gott er að styðjast við samheitaorðabók. Ef námskeiðið er vel heppnað er óþarfi að breyta námskeiðslýsingunni. Sé sú hinsvegar ekki raunin gæti breytt orðalag námskeiðslýsingarinnar gert gæfumuninn. Þá er vel við hæfi að krydda lýsinguna með lítt notuðum orðum sem hafa sterk áhrif. Að lokum er bent á að námskeiðslýsingin eigi innihalda 40 – 120 orð.

Netslóðir:

One thought on “Námskeiðslýsing”

Leave a Reply