Leiðbeinandinn – þemaverkefni

Leiðbeinandinn er valdamikill aðili og getur haft afgerandi áhrif á hvernig nemandanum líður og hvernig hann upplifir námskeið. Það er ljóst er að hugmyndir leiðbeinanda um hvernig nemendur læra geta haft afgerandi áhrif á hönnun námskeiðanna, val á kennsluathöfnum og hvað og hvernig nemendur læra, í raun og veru.

Sumir kennarar/leiðbeinendur trúa því að það að afla sér þekkingar sé spurning um beina yfirfærslu  – þekkingunni sé einfaldlega miðlað frá texta eða kennara til nemanda. Aðrir eru þeirrar skoðunar að þekking byggist upp í samstarfi og samvinnu, þar sem þekkingarvefur sé spunninn um mikilvægar hugmyndir og að forþekking skipti þar miklu máli.

Leiðbeinandinn/kennarinn þarf að hafa marga þætti í huga þegar hann skipuleggur nám og leiðbeinir/kennir fullorðnum. Sem dæmi um það má nefna:

  • Samsetning nemendahóps – aldur og hvaðan þeir koma
  • Þarfir nemenda – bakgrunnur, færni og reynsla nemendanna er mismunandi. Í fullorðinsfræðslu þarf að huga sérstaklega það þessum þætti því fullorðnir einstaklingar hafa mismunandi bakgrunn, færni og reynslu sem þeir koma með inn í námið og hafa þar af leiðandi mismunandi þarfir. Fullorðnir einstaklingar eru í námi af eigin hvötum með ákveðnar hugmyndir og þeir þurfa að finna tilgang með náminu.
  • Námsefni – þarf að vera í tengslum við námskrá og í mörgum tilfellum hefur leiðbeinandi nokkuð frjálsar hendur með valið. Það þarf að vera í samræmi við þarfir nemandans og leiðbeinandinn getur í sumum tilfellum valið efni með nemanda – sé það innan rammans sem sniðinn er.
  • Kennsluaðferð – leiðbeinandinn/kennarinn velur algjörlega  framsetningu námsefnis og það fer mikið eftir hugmyndum hans um hvernig nám fer fram –  hvernig hann sníður ramma utanum námskeið. Þeir sem aðhyllast t.d. félagslega hugsmíðahyggju – beina nemendum í allt aðra leið en þeir sem aðhyllast atferlisstefnuna.
  • Samskipti – Leiðbeinandi þarf að vera í góðum samskiptum við nemendur sína  – vera styðjandi og hvetjandi og stuðla að samskiptum á milli nemendanna.

Verkefni leiðbeinandans/kennarans er stórt og það er í mörg horn að líta – það er ekki auðvelt að sníða námskeið svo það passi fyrir alla og það eitt er víst að það í námskeiðið raðast fólk með mismunandi bakgrunn og mismunandi þarfir – einum henta  sjálfstæð vinnubrögð  meðan aðrir vilja sjá rammann skýran – er kannski lykilorðið sveigjanleiki?

Kristín G og R. Kristín

Hér er glærukynningin:

Leidbeinandinn – kg_rke

One thought on “Leiðbeinandinn – þemaverkefni”

Leave a Reply