Námskeiðslýsing RKE

Hér fyrir neðan er auglýsingin mín. Ég studdist við skjal frá Endumenntun Háskóla Íslands sem var sem heitir Námskeiðslýsing – leiðbeiningar   og slóðin er http://www.endurmenntun.is/media/PDF/100813_Namskeidslysing_leidbeiningar_fyrir_kennara_HANDBOK_VL001.pdf

Ég lærði að auglýsingin má ekki vera meira en 170 orð. Titill á að draga að athygli. Námskeiðslýsing þarf að vera læsileg og skýr.  Það þarf að koma fram hver ávinningur sé af námskeiðinu, markmið. Það þarf að koma fram hverjum námskeiðið er ætlað, markmið, tilgangur, helstu efnisþættir og kennsluaðferðir.

Svona er auglýsingin mín – en hún nýtur sín illa í svona bloggfærslu.

Ert þú nýr starfsmaður?

Velkomin til starfa

Á haustdögum er nýjum starfsmönnum skólans ætlað að sækja fundi og námskeið í þeim tilgangi að þeir kynnast starfsumhverfinu og vinnubrögðum sem viðhöfð eru í skólanum. Markmiðið er að nýir starfsmenn aðlagist og upplifi sig sem fyrst hluta af hópnum.

Fyrir neðan er dagskráin og helstu efnisþættir námskeiða og funda. Kennsluaðferðir verða mismundandi bæði í fyrirlestrarformi og verklegar æfingar.

Við hlökkum til samstarfsins

  1. Sameiginlegur fundur á fyrsta starfsdegi með nýju starfsfólki. Þar verða m.a. kynnt einkenni og stefna skólans skipurit, og skólahandbók.
  2. Nýir starfsmenn hitta leiðbeindur sína, sem koma til með að vera þeim innan handar félagslega og hvað verklag varðar fyrstu vikurnar. Fer fram á fyrsta starfsdegi.
  3. Kynning á tölvuumhverfi skólans á fyrsta starfsdegi. Námskeiðið er ætlað kennurum.
  4. Kynning á Uppeldi til ábyrgðar í fyrstu vinnuviku. Námskeiðið er ætlað öllum nýliðum.
  5. Kynning á Skóli á grænni grein í fyrstu vinnuviku. Námskeiðið er ætlað öllum nýliðum.
  6. Einstaklingsfundur með skólastjóra að loknum 6 – 8 vikum. Fundir eru ætlaðir öllum nýliðum.

Leave a Reply