Kynning á grein um raunfærnimat eftir Gunnar E. Finnbogason

Að gera hæfni sýnilega

Kynning á ritrýndri grein um mat á raunfærni eftir Gunnar E. Finnbogason sem birtist í Netlu – veftímariti um uppeldi og menntun 2009.

Í greininni er farið yfir sögu og þróun raunfærnimats, einnig eru skilgreiningar á mismunandi tegundum náms og  hvað raunfærni er. Skilgreiningar á raunfærni eru tvær, annars vegar að raunfærni sé þekking og hæfni sem einstaklingur hefur aflað sér í formlegu og /eða óformlegu námi og hins vegar mat á hæfni einstaklingsins sem hann hefur aflað sér með formlegu og /eða óformlegu námi.

Raunfærnimat er fyrst og fremst ætlað fullorðnu fólki til að til að öðlast vitneskju um kunnáttu vegna hugsanlegra tímamóta á námsferlinum og tilgangurinn er að að meta heildarhæfni einstaklingsins og brúa þannig bilið milli formlegs og óformlegs náms.

Við raunfærnimat er gengið út frá nokkrum lykilhugtökunum, þ.e. greining, mat, skráning og staðfesting.

Einstaklingar þurfa að vera meðvitaðir um að ósamræmi getur verið á milli stofnana sem gæti valdið þeim óþægindum. Gott væri ef stofnanir og fyrirtæki gætu hagrætt og  samræmt kröfur  þannig að  möguleiki verði fyrir einstaklinginn að fá  eitt heildarmat í stað þess að þurfa mat í hvert sinn sem sótt er um starf eða nám.

Raunfærnimat er í raun mjög gott tækifæri fyrir fólk til að fá fyrra nám sitt metið ásamt færni og hæfni sem það hefur öðlast gegnum starf eða störf á lífsleiðinni. Matið getur einstaklingurinn síðan nýtt til frekara náms sem gerir honum auðveldara fyrir með að ljúka áföngum eða jafnvel námi og þar með að aukið starfsmöguleika, tekjur sínar og þannig bætt lífsafkomu sína.

Í samfélagi þar sem kröfur um menntun og fagmennslu eru sífellt að aukast er raunfærnimat mikilvægt verkfæri fyrir þá sem sinna fullorðinsfræðslu og sjá um skipulagningu á námi fyrir fullorðna, fyrir atvinnurekendur að finna hæfara starfsfólk og menntastofnanir til að skilgreina betur menntunarþarfir einstaklinga.

Greinin er á margan hátt góð, skýrir vel frá upphafi og sögu matsins ásamt hvernig það þróaðist hér á landi. Hugtökum og hvernig matið fer fram einnig gerð góð skil. Hins vegar verður að athuga að greinin var skrifuð og birt 2009, síðan þá eru liðin nokkur ár og margt væntanlega þróast til betri vegar. Það var ágætt að fara í gegnum þessa grein og sjá hversu gott verkfæri raunfærnimat getur verið fyrir alla aðila, fólk almennt, atvinnurekendur og menntastofnanir.

One thought on “Kynning á grein um raunfærnimat eftir Gunnar E. Finnbogason”

Leave a Reply