Þegar þið skilið frá ykkur kynningum sem þið haldið annað hvort á veffundum, eða skilið fyrst og bjóðið svo upp á umræður á veffundi bið ég ykkur um að skila þeim hér á vefinn með því að skrifa bloggfærslu um kynninguna ykkar (Smelltu á +New og veldu post efst á svörtu línunni). Skrifið stuttan pistil, á bilinu 100-300 orð þar sem þið útskýrið áherslurnar ykkar og það sem ykkur finnst standa uppúr eftir að hafa útbúið kynninguna og leitt umræður um þema hennar.
Greipið svo glærukynninguna inn í póstin! “Hvað er nú það???” Íslenska fyrir “EMBED“: Glærukynningin birtist sem mynd sem er hægt að fletta í gegnum í miðjum póstinum. …. Svona:
Til þess þarftu að hafa vistað glærukynninguna t.d. hjá Slideshare. Ég hef líka skrifað almennar leiðbeiningar fyrir svona aðgerðir hér OG það eru leiðbeiningar um þennan vef aðgengilegar af stórnborðinu.
Nýtt: Til þess að glærukynningin þín byrtist í póstinum þarftu aðeins að sækja viðeigandi kóða á Slideshare: svo kallaðan “WordPress shortcode” og setja hann í póstinn þar sem glærukynningin á að koma. Sjá t.d. seinni hlutann í þessu myndskeiði.
Setjið svo slóðir í annað gagnlegt efni í póstinn 😉 Hugsið ykkur að þið séuð að skrifa fyrir almenning sem hefur áhuga á námi fullorðinna.
Áður en þið birtið póstinn ( smella á bláa hnappinn hægra megin: “Publish” skuluð þið merkja póstinn með flokknum (Category) Kynning og Vefstofa
Svo bið ég ykkur hin um að bregðast við póstinum frá kollega ykkar hér í umræðunum 😉