Námskeiðsauglýsing Hulda Hrönn

 

Viltu læra íslensku ? 

Áttu erfitt með að mæta á námskeið á kvöldin ?

Fjarnámskeið í íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna verður haldið í Borgarnesi á vorönn 2015.  Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur.  Námskeiðið hefst 19. janúar og því lýkur 30. mars.  Kennt verðu í fjarnámi, á námsvef.  Staðlotur og/eða veffundir verða vikulega.  Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda.  Kennt er í samræmi við námskrá staðnáms.   Að námskeiði loknu munt þú hafa betri færni í að tjá þig á íslensku og betri skilning á töluðu máli.  Þú færð innsýn í íslenska siði og venjur, menningu, náttúru og sögu.

Kennari er Hulda Hrönn Sigurðardóttir, M.Ed. sérkennari.  Hennar sérsvið er tungumálakennsla.   Hún hefur kennt íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna sl. 5 ár og ensku fyrr byrjendur.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 437 9999 eða á netfangið islenskunamskeid@gmail.com

Chcesz dowiedzieć się islandzki ? 

Kształcenie na odległość po islandzku będsie Borgarnes 19. styczeń do 30. marzek.  Nacisk kładzie się na mówienia i rozumienia iclandzku.  Nauczyciel Hulda Hrönn Sigurðardóttir.  Informacje i rejestracja, telefon 437 9999 w e-mail islenskunamskeid@gmail.com

 

——–

Heimildir sem ég studdist við:

 

http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/1159/Gaedahandbok-kennara_2009.pdf?sequence=1 (bls. 3 – 4)

Click to access writing-course-descriptions-2012.pdf

Click to access 100813_Namskeidslysing_leidbeiningar_fyrir_kennara_HANDBOK_VL001.pdf

Ég las mér til á nokkrum vefsíðum.  Þar kemur fram að mikilvægt sé að titill námskeiðsins láti vel í ljósi hvert innihald þess er og sé grípandi.  Í námskeiðslýsingu þurfi að koma fram hverjar námskröfur séu og hver tilgangurinn sé með því að halda þetta námskeið og hver markhópurinn er.  Þá þurfi að tilgreina hvaða færni ætlast er til að nemendur hafi öðlast að námskeiði loknu.  Það er tekið fram að námskeiðslýsingin þurfi að vera á þeim tungumálum sem líklegt eru til að ná til markhópsins.  Það er tekið fram að tilgreina skuli námsefni námskeið og verkefnaskil. Mér finnst það ekki eiga við á því námskeiði sem ég setti upp námskeiðslýsingu fyrir. Svolítið góð hugmynd, bæði á námskeiðsvefnum, og í einni heimildinni, bandarískri, að hafa námskeiðslýsingu í 2. persónu.  Það er áreiðanlega betri markaðssetning.  Orðalagið verður meira í takt við auglýsingu á vöru.  Hjá mér er textinn frekar ópersónulegur í byrjun, en ég bætti þessu  þó inn.  Hef ekki hugsað út í þetta í þeim námskeiðsauglýsingum sem ég hef samið.

Leave a Reply