Áherslur í fræðslu fullorðinna; Enska sem annað tungumál

Greinin sem ég hef valið að fjalla um hér heitir Principles of Adult Learning: An ESL Contest og birtist hún í Journal of Adult Education sem gefið er út af Mountain Plains (Adult Education Association). Höfundur hennar er Donald Finn prófessor við Regent University í Virginíu og hefur hann sérhæft sig meðal annars í námi fullorðinna, námsefnis- og námsskrárgerð.
Í greininni er fjallað um nám fullorðinna í fremur víðu samhengi. Sjónum er þó beint að innflytjendum til Bandaríkjanna og námi þeirra í ensku sem annað tungumál. Í samfélagi þar sem sífellt er verið að fást við niðurskurð og sparnað er aukin krafa um skilvirkni þeirra verkefna sem ráðist er í og er fullorðinsfræðsla þar ekki undanskilin. Í greininni er farið yfir mikilvægi slíkrar skilvirkni auk þess sem skoðaðir eru helstu þættir sem eru hvetjandi til þátttöku í tungumálanámskeiðum og einnig helstu hindranir. Síðan er fjallað um þá fræðilegu þætti sem mestu máli skipta í skipulagningu náms með fullorðnum til að stuðla að árangri og þrautseigju þátttakenda.
Greinin er yfirlitsgrein og í henni er vitnað í fjölda fræðirita og farið yfir helstu kenningar sem byggðar eru á rannsóknum um efnið. Hún var skrifuð árið 2011 og nokkuð hefur verið vitnað í greinina, þá aðallega í rannsóknum/greinum sem fjalla um hvernig fullorðnir námsmenn læra.
Markmið og rannsóknarspurningar
Meginmarkmið greinarinnar er að fjalla um einkenni fullorðinna þátttakenda í enskunámi, hvatningu, hindranir og helstu áhrifaþætti velgengni.
Jafnframt er leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
-Hverjar eru helstu hindranir sem þátttakendur upplifa og hvað er það sem veitir hvatningu til að halda áfram í námi og sýna þrautseigju?
-Hvaða þættir eru mikilvægastir í skipulagningu náms fyrir fullorðna og hvert er hlutverk þeirra í að skapa áhrifaríkt námsumhverfi?

Hér er skýrslan í heild

 

http://iframesrc=//www.slideshare.net/slideshow/embed_code/46183718width=425height=355frameborder=0marginwidth=0marginheight=0scrolling=nostyle=border:1pxsolid#CCC;border-width:1px;margin-bottom:5px;max-width:100%;allowfullscreen/iframedivstyle=margin-bottom:5pxstrongahref=//www.slideshare.net/laufeyerlendsdottir/kynning-rannskntitle=Áherslurífræðslufullorðinna;Enskasemannaðtungumáltarget=_blankÁherslurífræðslufullorðinna;Enskasemannaðtungumál/a/strongfromstrongahref=//www.slideshare.net/laufeyerlendsdottirtarget=_blankLaufeyErlendsdóttir/a/strong/div

Hér er svo kynningin á veffundinum

Laufey Erlendsdóttir

Leave a Reply