Eygló Björnsdóttir byggir grein sína, Ég er svo óvanur svona fjarnemastússi, á rannsókn sem gerð var við Háskólann á Akureyri árið 2011. Ákveðið að kenna námskeiðið Upplýsingatækni í skólastarfi, með miklum sveigjanleika og kanna upplifun nemenda af því að stunda nám á neti, tengslamyndun og samvinnu. Farið var í verkefnið vegna kröfu um sparnað hjá skólanum án þess að skerða fjölbreytni í námskeiðavali. Nemendurnir voru bæði stað- og fjarnemar.
Við hönnun námskeiðsins var horft til hugsmíðahyggjunnar. Kennslan fór fram á neti og var Moodle notaður í því sambandi. Kennari setti upp Wikisíðu og stofnaður var Facebookhópur fyrir námskeiðið.
Gögnum var safnað með rýniviðtölum og með spurningalista. Settar voru fram þrjár grundvallarspurningar:
- Hvernig nemendur upplifðu nám á neti óháð stund og stað. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að nám á neti óháð stund og stað getur verið mjög einmanalegt þegar nemendur eru ekki vanir slíku námsumhverfi. Kennarar þurfa að bregðast hratt við fyrirspurnum nemenda og nýta samskiptamöguleika netsins.
- Hvernig fyrirkomulag námskeiðsins passaði námsháttum nemenda og var munur á því eftir því hvort þeir komu úr hópi hefðbundinna stað- og fjarnema. Rannsóknin sýndi að nám af þessu tagi hentar ekki öllum.
- Hvernig var tengslamyndun og samvinnu nemenda háttað og hvert leitðuðu þeir stuðnings? Það kemur í ljós í rannsókninni að huga þarf að tengslum milli stað- og fjarnema strax í upphafi náms ef tengsl eiga að myndast. Nemendur leituðu undantekningarlaust í þá hópa sem þeir tilheyrðu.
SFFF er byggt upp samkvæmt hugsmíðahyggju og því eru þessi tvö námskeið lík, bæði í uppbyggingu og innihaldi.
Ástæða þess að Háskólinn á Akureyri fór þessa leið var vegna þess að það skorti fjármagn til að bjóða upp á þá fjölbreytni í námskeiðum sem óskað var. Ég er ekki viss um það þessi leið sé endilega sú rétta sem hún er skref í áttina að því að samræma sjónarmið – sveigjanleika og sparnað.
Heiti greinarinnar kemur frá einum staðnemanna í svörum í rýniviðtalinu. Hér er slóð á kynningu á youtube: http://youtu.be/AnUT_EDkay4