Við erum með ótrúleg tækifæri í höndunum til að læra. Það er hægt að læra svo margt upp á eigin spýtur og netið og samskiptasíður eru gott tæki til þess. Netið er hlaðborð upplýsinga og námstækifæra og það stendur okkur allt til boða.
Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem hyggjum á að skipuleggja og leiða nám fyrir fullorðna á tækniöld að kynna okkur þau úrræði sem standa okkur til boða og við getum nýtt okkur, að megninu til endurgjaldslaust til að miðla og leiðbeina nemendum okkar. Einnig þurfum við að skoða og taka afstöðu til þess hvert hlutverk okkar er sem leiðtogi fyrir nemendur okkar, sérstaklega hvað varðar að taka upplýsingatæknina í sína þjónustu í námi og starfi.
Enn er nánast öll kennsla takmörkuð innan veggja skólastofunnar. Háskólar hafa fram að þessu falið þekkingu sína sem ætti í raun að vera deilt. Sú bylting hefur verið að eiga sér stað síðastliðna mánuði og ár að verið er að gera rannsóknargreinar og fleira efni opnara og aðgengilegra fyrir almenning. Aragrúi námskeiða og námsleiða stendur nú fólki til boða á netinu bæði ókeypis og gegn gjaldi.
Í þessari kynningu Upplýsingatækni í námi má sjá nokkur úrræði og verkfæri sem eru innan seilingar, á netinu. Viðhorf okkar og hvað við trúum að sé mögulegt skiptir miklu máli í því hvernig gengur.
Takk fyrir þessa frábæru samantekt Sif. Hún á örugglega eftir að gagnast okkur hinum mjög vel.
Þetta var mjög skemmtileg kynning Sif og ég tek undir með Laufeyju að samantektin eigi eftir að gagnast okkur vel . Því þarna var margt sem maður vissi ekki áður.