Njóttu þín í starfi

Njóttu þín í starfi
Námskeið fyrir nýtt starfsfólk í Ísaksskóla
starfsfólk

Kæri Jón. Velkominn til starfa í Ísaksskóla!

Vilt þú:

  • kynnast nýja vinnustaðnum?
  • verða sjálfstæður og öruggur í starfi?
  • eiga góð samskipti við nemendur og samstarfsfólk?
  • taka virkan þátt í að móta skólastarfið?
  • njóta þín í starfi?

Já, við gerum ráð fyrir því 🙂 Þess vegna höfum við skipulagt námskeið fyrir nýja starfsmenn með þetta í huga. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem fram fer á skipulagsdögum skólans. Dagskráin verður sem hér segir:

Fimmtudagur 13. ágúst 8:30 – 16:00
Velkomin(n) í Ísaksskóla – vinnustaður, stefna, skipulag

Föstudagur 14. ágúst 8:30 – 16:00
Að vinna með börnum – samskipti, hugmyndir, viðbragðsáætlanir

Föstudagur 18. september 8:30 – 16:00
Að njóta sín í starfi – samvinna, virkni, lausnaleit

 

Við hlökkum til að vinna með þér,

Starfsfólk Ísaksskóla

___________________________________________________________________________

Við gerð námskeiðsauglýsinga er mikilvægt að koma þeim skilaboðum áleiðis hvaða gildi námskeiðið hefur fyrir þátttakandann og hvers vegna hann ætti að taka þátt í því. Mælt er með að fram komi hvað verður á dagskrá námskeiðsins og hvað þátttakendur muni geta gert að því loknu. Einnig er gott  að tímasetningar á námskeiðinu komi fram. Hafa ber í huga hver markhópur námskeiðsins er og að skilaboðin veki áhuga og skapi löngun til þátttöku. Skilaboðin geta verið ýmist persónuleg eða ópersónuleg. Á námskeiðinu Njóttu þín í starfi er um að ræða lokaðan hóp þátttakenda og þess vegna er farin sú leið að senda þeim auglýsingu fyrir námskeiðið persónulega. Við gerð auglýsingarinnar var farin sú leið að hafa hana ekki of formlega heldur tala til þátttakenda beint og leggja áherslu á hvernig námskeiðið nýtist þeim í tilvonandi starfi.

Heimildir sem m.a. var stuðst við:

https://www.onlearningpoint.com/writing-good-course-description/

http://7p-handbok.wikispaces.com/Samskiptalei%C3%B0ir

Leave a Reply