Námskeiðsauglýsingin mín

Klar, Parat, Danmörk!

 

Ert þú að flytja til Danmerkur eða langar þig til þess?

Fallast þér hendur við tilhugsunina um þetta flókna ferli?

Þá gæti þetta verið hjálpin sem þig vantar!

Innihald:

  • Nauðsynlegur orðaforði við þessar aðstæður og notkun hans.
  • Pökkun, ferðamáti, flutningur, skráning, meðferð pappíra, móttaka búslóðarinnar o.s.frv.
  • Skráningar inn og út úr landinu, pappírar, tilkynningar, umsóknir.
  • Skráningar barna í skóla, heilbrigðisþjónusta, tómstundir ofl.

Fyrirkomulag: Unnið er í hópum, munnlega og skriflega,  undir leiðsögn reynds leiðbeinanda og dönskukennara.

Staðsetning: Stofu 101, húsnæði HÍ við Stakkahlíð.

Tímasetning: 12. mars- 2. apríl. 4 skipti á fimmtudögum frá kl. 20-22.

Að loknu námskeiðinu ertu orðinn öllum þeim hnútum kunnugur sem lúta að flutningi til Danmerkur.

 Skráning í síma 6967100 eða á dejligedanmark@danmark.is

Ég byrjaði að gera auglýsingu eins og mér fannst hún koma best út. Hún var allt of löng þegar ég fór að telja orðin, næstum helmingi of mörg orð! Ég stytti hana og passaði mig að hún væri ekki meira en c.a. 140 orð eins og leiðbeiningarnar sögðu til um. Einnig tók ég út setningar eins og „þetta námskeið“ og  „á þessu námskeiði“ sem skv. leiðbeiningunum eru algjör blótsyrði í svona auglýsingagerð. Ég reyndi að finna grípandi og lýsandi fyrirsögn og setti inn spurningar sem gefa strax til kynna um hvað málið snýst. Einnig reyndi ég að troða öllum nauðsynlegum upplýsingum inn í auglýsinguna, þ.e.a.s. staður, tími, innihald, lengd o.s.frv. Já þetta er erfiðara en í upphafi virðist, sérstaklega þegar maður má ekki skrifa of langan texta.

P.S. Ekki má gleyma að minnast á tímann sem fór í að gera bakgrunn auglýsingarinnar sem er danski fáninn og sést að sjálfsögðu ekki hér.

Góðar stundir, Sif

Leiðbeiningarnar sem ég studdist við er að finna á þessum slóðum:

https://www.onlearningpoint.com/writing-good-course-description/

Click to access 100813_Namskeidslysing_leidbeiningar_fyrir_kennara_HANDBOK_VL001.pdf

 

Leave a Reply