Undirbúningur fyrir 1. staðlotu þann 21. janúar

Stadlota1SFFF2015

Á staðlotunni þann 21 janúar er málið m.a. að ræða nánar um viðfangsefni námskeiðsins:

  1. Verkefnið: “Að skipuleggja námsferla fyrir fullorðna”. Við munum gera það með ýmsu móti á staðlotunni: Stuttir fyrirlestrar, hópavinna, almennar umræður…
  2. Samningaviðræður um verkefnavinnu og annað samstarf á námskeiðinu.

… og til að vera undirbúin til að taka þátt í þeirri vinnu bið ég ykkur um að

  1. Fylgjast með þessum vef og Facebook hópnum og taka þátt í stuttum verkefnum sem verða þar
  2. Vera búin að lesa vel uppkast að kennsluáætlun
  3. Vera búin að skanna aðalbókina, sjá t.d. hugarkort mitt (Þú getur líka sótt Hugarkortið á MindManager formi ef þú vilt sjálf/ur vinna áfram með það)
  4. Koma með Bréfabindi og milliblöð í hana
  5. Vera búin að spá í það um hvernig námskeið þig langar til að búa til námskeiðsmöppu

 

Staðlotan er 21. janúar kl. 9-16 (ATH það var villa í stundaskrá!)

Stofunúmer og dagskrá koma síðar.

One thought on “Undirbúningur fyrir 1. staðlotu þann 21. janúar”

  1. Skoðaði drög að kennsluáætlun og listaði upp eftirfarandi hugmynd að endurröðun á vinnu og námsmati:
    1. Þátttaka 15%
    2. Skipulagning námsframboðs eða námskeiðs (Markmið inni) 50%
    3. Hópverkefni: Kynning á nálgun 10%
    4. Val 20%
    a) Blogg 5%, b) Tilvitnanir 5%, c) Aðferðalýsing 5%,
    d) Kennsluæfing 10%, e) Bókadómur 10%,
    f) Greining á rannsóknarritgerð 10%, g) Annað 5%
    5. Sjálfsmat 5%

Leave a Reply