Nú tökum við fyrir ákaflega mikilvægan þátt í skipulagningu námskeiða:
Þegar þú skipuleggur kennslu hefur það sem þú gerir iðulega þann tilgang að hjálpa fólki að læra eitthvað. Því skýrari hugmynd sem þú hefur um það sem þátttakendur eiga að læra, og því skýrar sem þú tjáir það, þeim mun auðveldara reynist að skipuleggja og læra. Það sem við ætlum að skoða núna er því hvernig þú skrifar markmið fyrir kennsluna, og hvernig vel orðuð markmið sem geta hjálpað þér að kenna og hjálpað nemendunum að læra.
Hér ætlum við sem sagt að skoða einn afmarkaðan þátt þess að skipuleggja nám , en það er að skrifa markmið námsins.
Það breytir engu hvaða módel eða nálgun við höfum til að skipuleggja nám, þau innihalda öll einhver fyrstu skref sem snúast um að átta okkur á forsendum fyrir náminu, skoða nemendur okkar og umhverfið sem þeirkoma úr, þá umhverfisþætti sem hafa áhrif á nám og kennsluna og námið og að lokum í hvers konar áþreifanlegu og félagslegu umhverfi við sjáum fyrir okkur að kennslan / námið fari fram.
Þá er komið að því að ákveða hvað það er sem nemendur námskeiðsins ættu að vita, trúa, kunna og/eða gera að námi loknu
Með því að fá ykkur til að lesa bók Magers um markmið er ég að láta ykkur læra – trúlega – erfiðustu nálgunina til markmiðssetningar í námi. Þrátt fyrir að hún hafi ekki verið mjög áberandi í íslensku umhverfi undanfarna áratugi, eru svipaðar hugmyndir að ryðja sér til rúms í gegnum hugmyndir eins og „learning outcomes“ – eða hæfniviðmið. En þegar þið hafið náð valdi á þessu reynist vinnan við það að skrifa markmið og/eða hæfniviðmið mun auðveldari og þið farið að furða þig á allri þeirri óskýru hugsun sem birtist oft í markmiðum námskeiða 😉
Hvað getur þú gert til að ná valdi á því að skrifa markmið?
- Þú gætir hlustað á fyrirlestur sem ég tók einhverntíma upp
- Lesið bók Magers um markmið
- Einnig lesið um markmið í bókinni
- Ingvar Sigurgeirsson: Að mörgu er að hyggja
- Lesið um markmið í bók Robert Gagné: Principles of Instructional Design
- Lesið annað efni sem þú kemst yfir um ritun markmiða t.d.:
- Efnið sem er í Boxinu okkar
- Diigo listinn minn um markmið
- Robert Mager: Preparing Instructional ObjectivesHjá Amazon, (hægt að fletta bókinni á vefnum) Ljósrit af 1 & 4. Kafla er að finna í Boxinu. Bókin er til á ensku á næstum öllum bókasöfnum og norsku á sumum bókasöfnum.)
- MAGER’S TIPS ON INSTRUCTIONAL OBJECTIVES
- Útdráttur úr bók Magers um atferlismarkmið
- ID learning objectives – Wikiversity
- Nokkuð skýr framsetning á ritun atferlismarkmiða (í anda Robert Magers)
- Þetta er n.k. námskeið.
- Stuttur texti eftir Ingvar Sigurgersson um markmið.
- Leit á netinu
- íslenska
- enska
- fræðilegar greinar
Verkefnið
- Þegar þú hefur lesið þig til um markmið og finnst þú vera búin/n að átta þig á því mikilvægasta skaltu velja þér mjög afmarkaðan hluta námskeiðins sem þú ætlar að undirbúa og skrifa nokkur markmið fyrir hann.
- Skrifaðu svo nokkur markmið (amk 3) á umræðusvæði á vefnum okkar.
- Svo skaltu bregðast við amk. þremur markmiðum bekkjarsystkina á vefnum, hjálpaðu þeim að bæta markmiðin sín í samræmi við fyrirmælin:
- Er athöfnin skýr og sýnileg?
- Koma fram skilyrði fyrir athöfninni?
- Eru mælikvarðarnir skiljanlegir og mælanlegir?
- Að lokum skaltu nýta hjálpina sem þú hefur fengið, skrifa yfirmarkmið fyrir námskeiðið þitt og endurbæta þín þrjú atferlismarkmið og skila þessum markmiðum sem PDF skjali
- Námsmat: Það sem verður horft til er
- Er athöfnin skýr og sýnileg?
- Koma fram skilyrði fyrir athöfninni?
- Eru mælikvarðarnir skiljanlegir og mælanlegir?
- Hjálpaðir þú amk. þremur bekkjarsystkinum með markmiðin í umræðuþráðunum?