Um það að skipuleggja nám fyrir fullorðna

Þegar við tökum okkur fyrir hendur verkefni eins og það að skipuleggja nám fyrir aðra, grípum við nauðsynlega til hugmynda okkar UM þessa aðra sem við ætlum að skipuleggja námið fyrir. Hugmyndir okkar um námsfólkið, sem í okkar tilfellum er fullorðið fólk, um það t.d. hvernig það lærir, hvaða þarfir það hefur þegar það ætlar að læra, af hverju það vill læra (eða ekki), hvað muni stuðla að námi þess o.s.frv.

Í því samhengi er gagnlegt að rifja upp eða kynna sér hugmyndir og rannsóknir um þessa fullorðnu námsmenn. Hér fyrir neðan eru ábendingar um efni sem gæti nýst ykkur við að kynna ykkur stuttlega sérstöðu í námi fullorðinna.

1) Fullorðnir læra ekki bara á námskeiðum, fullorðnir læra í öllu lífinu (sumir kalla það ævibreitt nám). Fullorðnir læra (og aðrir líka) bæði af ásetningi og fyrir

Sæktu þetta skjal sem pdf skjal

tilviljun. Það sem við höfum sérstaklega áhuga á á þessu námskeiði er nám, eða þegar fólk lærir eitthvað af ásetningi, og sérstaklega þegar aðrir skipuleggja námið fyrir námsmanninn.

Í þessu samhengi er rétt að nefna að það er sterk hefð fyir því innan fullorðinsfræðslunnar að skipuleggja nám þannig að það styðji þátttakendur í því að skipuleggja sítt eigið nám. Þannig að allt nám skipulagt af öðrum hljóti að hafa þann hliðartilgang að gera námsfólkið hæfara í að læra upp á eigin spýtur, eða stunda sjálfstýrt nám (e. self directed learning). Ein ástæðan fyrir þessu er að rannsóknir hafa ítrekað sýnt að meiri hluti fullorðinna er með fjöldan allan af sjálfstýrðum námsverkefnum í gangi á hverjum tíma (Allen Tough kom þessum pælingum af stað í kring um 1970). Önnur er einfaldlega sú að til þess að þrífast almennilega þarf fólk stöðugt að læra nýja hluti, aflæra gamla, temja sé nýja siði, takast á við nýjar aðstæður með viðeigandi hætti en ekki alltaf á sama gamla mátann o.s.frv. Þannig að því betur fólk kann til verka við að afla nytta upplýsinga, temja sér nýjar venjur og breyta hegðun sinni þeim mun meiri likur eru á það dafni.

2) “Fullorðnir læra öðruvísi” sagði Malcolm Knowles  einu sinni. En innan fullorðinsfræðslunnar hafa einmitt hugmyndir Knowles haft mikil áhrif á viðhorf þeirra sem starfa innan geirans um einkum er varðar, forsendur náms, þarfir og áhugahvöt fullorðinna þegar kemur að námi. Það er um að gera að kynna sér þessar hugmyndir aðeins. Sjá t.d.:

Á forsendum þess sem við vitum eða álítum um væntanlega þátttakendur og hverenig þeir læra, hljótum við að skipuleggja þau námstilboð sem við útbúum. Ef við trúum því að fólk læri best og mest af því að hlusta á aðra tala, þá útbúum við atburði þar sem þátttakendur sitja og hlusta, ef við trúum því að fólk þurfi að vinna með námsefni til það það gagnist því, útbúum við tækifæri þa sem þátttakendur geta tekist sjálfir á við námsefnið á árangursríkan hátt…

Um það snýst þetta námskeið 😉

Leave a Reply