Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu smíða þátttakendur sína eigin verkfærakistu sem þeir geta notað til að takast á við erfiðar aðstæður í lífi sínu s.s skilnað, atvinnumissi eða vanlíðan á vinnustað. Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðna, verkefna og æfinga. Á námskeiðinu er fjallað um: Hvernig hægt er að greina í sundur streituvaldandi ógnir og ímyndaðar ógnir. Hvernig við greinum styrkleika okkar frá veikleikum með einföldum og kerfisbundum hætti. Hvernig við lærum að leggja mat á tilfinningalegt ástand okkar og bregðast við í samræmi við það.
Ávinningur þinn?
Kenndar eru einfaldar aðferðir til að greina á milli alvöru og ímyndaðra streituvalda. Með því að leggja raunhæft mat á tilfinningalegt ástand okkar g búa til áætlun um viðbrögð í kjölfarið má ná betra jafnvægi og auka sjálfstraust hvort sem er í einkalífi eða á vinnumarkaði.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja nálgast praktískar leiðir til að efla eigið sjálfstraust, auka sjálfsþekkingu sína og vilja læra einfaldar aðferðir til að þekkja eigin tilfinningar og hvernig bregðast við þeim markvissum hætti.
Kennari:
Elín Oddný Sigurðardóttir er framhaldsskólakennari að mennt en hefur langa reynslu af fræðslustarfi með fullorðnum. Reynsla hennar af markmiðsetningu með einstaklingum og annarri sjálfsstyrkingarvinnu hefur leitt til þess að hún þróaði “verkfærakistuna” sem er hugsað sem praktískt og haldgott tæki til að ná að greina styrkleika sína frá veikleikum sínum, leggja mat á tilfinningalegt ástand sitt og grípa til markvissra aðgerða til að ná árangri hvort sem er á vinnustað eða í einkalífi.
Um gerð námskeiðslýsingar:
Mikilvægt er að tiltill námskeiðs og námskeiðslýsing séu í góðu samræmi við efnistök og séu lýsandi fyrir innihald námskeiðsins. Námskeiðslýsing þarf að vera auðskiljanleg og fanga athygli lesendans. Mikilvægt er að það komi fram hvaða ávinning nemendur hafa af því að sækja viðkomandi námskeið, hverjum það er ætlað, hvaða forkröfur gilda, hver eru markmiðin? Einnig er gott að fara yfir helstu efnisþætti og nefna helstu kennsluaðferðir. Misjafnt er hversu langur textinn á að vera en ég sá leiðbeiningar allt frá 70 orðum og upp í rúmlega 200.
Heimildir:
Leiðbeiningar námsskeiðslýsingar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Leiðbeiningar um ritun námskeiðslýsinga við Dona Ana Community College.
Leiðbeiningar um ritun námsekiðslýsinga við University of Guelph.