Þann 3. mars 2015 setti ég inn umfjöllun um grein um tilraun sem gerð var í Kasakstan sem gekk út á að reyna að virkja áhugahópa um umhverfismál í að vinna staðbundið að úrbætum í umhverfismálum. Nýttar voru smiðjur og fræðilegur bakgrunnur byggðist á reynslunámi að stórum hluta. Greinin vakti áhuga hjá mér þar sem ég hef kennt landfræði í mörg ár og lagt áherslur á hvernig hún nýtist til umfjöllunar um umhverfismál. Í námi mínu í vetur hafa smiðjur og reynslunám síðan verið það sem hefur varkið hvað mestan áhuga hjá mér.
Umræður fóru fram um kynningu mína á veffundi þann 17. mars. Kynningin fékk jákvæð viðbrögð en augljóst var að innhaldið var ekki jafnmikið á áhugasviði samnemenda minna og mín og því voru innhaldsumræður frekar rýrar.
Slóð á greinina: http://jsd.sagepub.com/content/7/1/23.refs
Slóð á talglærur: