Hvaða verkefni ætlar þú að vinna?

TopOfTheRock

Til þess að ná markmiðum námskeiðsins er boðið upp á nokkur ólík verkefni sem eiga að hjálpa ykkur að læra það sem þarf til að ná markmiðunum. Verkefnin þurfa að höfða til ykkar og tengjast þeim veruleika sem þið eruð að mennta ykkur í eða til. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að þið veljið verkefni sem höfða til ykkar.

Vinsamlega haldið hér úti lifandi verkefnalista yfir þau verkefni sem þið ætlið að vinna. Skráið í svar við þessum pósti það sem þið ætlið að gera, og haldið honum við, (það er hægt að breyta)

22 thoughts on “Hvaða verkefni ætlar þú að vinna?”

 1. Auk þátttöku og sjálfsmats sé ég fyrir mér að vinna að greiningu á rannsóknarritgerð, skipulagningu námskeiðs og kynningu á nálgun. Eitthvað fleira verður það en ég sé fyrir mér að ganga frá því þegar búið er að negla niður umfang hvers vinnuþáttar. Ég hef hugsað mér að leggja áherslu á nám fullorðinna á framhaldsskólastigi á landsbyggðinni en jafnframt að að brúa bilið eða brjóta niður veggi á milli framhaldsskóla, háskóla og símenntunar hvað fullorðna varðar. Varðandi námskeiðið sem ég skipulegg er ég að velta fyrir námskeiðinu náttúrufræði fjalla og óbyggða sem er hluti af fjallamennskunámi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig kemur til greina að vinna með áfanga sem heitir umhverfi- og auðlindafræði. Varðandi kynningu á nálgun þá hef ég helst áhuga á að skoða Design Thinking.

 2. Ég er að velta fyrir mér að skipuleggja kynningarnámskeið fyrir nýtt starfsfólk sem er að hefja störf í Ísaksskóla þar sem ég starfa. Á hverju hausti hefja nýjir kennarar og starfsmenn störf við skólann og þurfa að setja sig inn í ótalmarga hluti á nýjum vinnustað. Hugmyndin er að skipuleggja námskeið fyrir nýtt starfsfólk í upphafi skólaárs þar sem það er boðið velkomið til starfa og skólastarfið kynnt auk þess sem nýja starfsfólkið kynnir sig og sínar væntingar og áherslur. Þessi hugmynd á svo væntanlega eftir að þróast þegar líður á námskeiðið og sömuleiðis eiga hugmyndir að öðrum verkefnum eftir að kvikna.

 3. Ég er nú ekki alveg búin að finna hvað ég ætla að gera en ég er hrifin af hugmynd Ebbu hér fyrir ofan með móttöku nýs starfsfólks – er eitthvað því til fyrirstöðu að gera það sama?

 4. Þar sem ég er í öldrunarfræði í mastersnámi mun ég vinna með eldri borgurum í framtíðinni. Ég tel það vera mikilvægt að virða sjálfræði og friðhelgi einkalífs eldri borgara og hef ég áhuga á að gera það í gegnum valdeflingu og fræðslu fyrir eldri borgara um þeirra rétt. Í gegnum fræðslu sem ég mun standa fyrir í framtíðinni þá er markmið mitt einnig að stuðla að virkni eldri borgara og skal það gert í gegnum fræðslu og/eða námskeið en að viðhalda færni og virkni er mjög mikilvægt. Ég hef þá ekki ákveðið hvernig námskeið ég vil skipuleggja í þessu námskeiði en það tengist þá viðfangsefninu hér að ofan. Annaðhvort mun það snúa að mannréttindum eldri borgara eða sjálfræði þeirra.

 5. Ég veit ekki alveg hvort þetta er framkvæmanlegt en mig langar að setja mig inn í Moodle (sem ég kann ekkert á eins og er) og miðla svo kunnáttu minni til samstarfsfólks míns. Þetta er bara það fyrsta sem mér dettur í hug og gæti verið gjörbreytt á morgun.

  1. Líst vel á þetta hjá þér. Mjög gott fyrir samstarfsfólk þitt að fá kynningu á Moodle. Ég byrjaði að kenna í Moodle sl. haust. Það hefði verið mikill munu að vera búin að fá kynningu. Ég fór örugglega lengri leiðina í töluvert mörgu 😉

   Svo eru útgáfurnar mismunandi. Þessar eldri (eins og t.d. sú sem ég nota) eru fremur takmarkaðar og þá þarf maður að sækja sér aukaforrit á netið. Til að ná ákveðnum “fídusum”.

 6. Ég er með hugmynd að námskeiði hvar efnið mótast að mestu leyti af þátttakendum sjálfum. Hér er um að ræða fólk sem ber einhverja hugmynd/-ir í brjósti, hvers lags sem þær nú eru. Þær gætu verið allt frá því að standa á einhverslags tímamótum varðandi eigið líf og hafa þörf fyrir breytingar yfir í að láta gamlan draum rætast og allt þar á milli. Á námskeiðið gætu svo komið einstaklingar sem hafa einhverja hugmynd að sköpun sem þá langar að framkvæma og hitt fyrir aðra í sömu pælingum. Þannig er ekki ólíklegt að myndast gætu sambönd manna á milli sem myndu leiða til frekari samskipta að námskeiði loknu -eða hið margrómaða “tengslanet”. Oft er nauðsynlegt að geta leitað út fyrir sinn eigin vina- og fjölskylduhóp til að viðra það sem manni býr í brjósti og ræða við hlutlausa aðila. Hlutverk mitt sem stjórnanda námskeiðsins væri fólgið í leiðandi spurningum til allra aðila og að stuðla að samvinnu þeirra á milli. Þar fyrir utan þyrfti náttúrulega að sinna einhvers lags fundarstjórn, svo allt færi nú ekki bara í tóma vitleysu!=0 Ég sé samt fyrir mér fremur lausa og afslappaða umgjörð sem léti fólki líða vel og gerði því kleyft að tjá sig óþvingað. Markmið námskeiðsins væri þannig að hrinda hugmynd í framkvæmd.

    1. Frábært! Hins vegar fattaði ég að ég þarf að skipuleggja námskeið sem stendur í heila þrjá daga og ég get ekki með nokkru móti teygt leðurnámskeiðið svo lengi, þrátt fyrir laaangar kaffipásur…
     Ég er því að hugsa um að halda mig við fyrri hugmynd og reyna að útfæra hana eftir bestu getu sem einhverskonar “Markmiðssetningarnámskeið”! How you like? Bara gerast sérfræðingur í markmiðssetningu, nó mor nó less!=D
     Eða eins og maðurinn sagði: … þar til annað kemur í ljós;]
     Hann sagði nú reyndar líka. “Það er lán að beljurnar hafa ekki vængi” -en það er nú önnur saga=P

     Kv.
     Frk. Hringsólandi

 7. Verkefnin mín!

  Utan verkefni sem allir eiga að vinna (70%) þá hef ég hugsað mér að gera eftirfarandi (30%):
  • Kynna þema veffundi (5-10%) á veffundi. Þema enn ekki ákveðið.
  • Lýsa rannsóknargrein (5-10%) á veffundi. Grein ekki enn ákveðin.
  • Skrifa aðferðarlýsingu (5%) á vefinn. Aðferð ekki enn ákveðin.
  • Þjónustuverkefni (5%) tengslum við veffundi og staðlotur skýrsla skilist á námskeiðsvefinn t.d. sem blogg. Reikna með útsendingarstjórn eða álíka.

  Kv.
  Valdi.

 8. Hugmynd að verkefnum:

  Fyrir utan lögbundna sjöund er mín hugmynd svohljóðandi:

  * Kynna þema á veffundi – “Markmið” (10%)
  * Kynna rannsóknargrein – “Markmið” (10%)
  * Fylgjast með kennslu eða lýsa kennsluaðferðum (5%)
  * Þjónustuverkefni – t.d. að skrá dagbók í staðlotu (5%)

  Kv.
  HL

 9. Hugmyndir mínar fyrir námskeiðsmöppuna eru að skipuleggja námskeið í jákvæðum samskiptum. Ég hefði áhuga á að gera slíkt námskeið, bæði fyrir starfsfólk skóla og einnig fyrir foreldra. Held samt að ég muni miða við skólastarfsfólk í verkefninu, finnst það aðeins meira krefjandi en síðan væri hægt að útfæra það fyrir foreldra líka. Mér finnst þetta efni ákaflega spennandi og hef kynnt mér ýmsar leiðir og pælingar varðandi samskipti og áhrif þeirra á börn og unglinga. Ég hef sinnt starfi námsráðgjafa með kennslu og finnst oft blasa við að við getum látið börnum líða betur með nokkrum einföldum breytingum á viðmóti okkar til þeirra 🙂 Ég myndi gjarnan vilja kynna markmið námskeiðisins á veffundi (5%+5%) síðan get ég hugsað mér að gera lýsingu á rannsóknargrein og kynna hana (5%+5%) og einnig að vinna þjónustuverkefni, t.d. fundargerð í staðlotu. Ekki nær þetta 100% auk skylduverkefnanna þannig að ég á eftir að bæta einhverju við. 🙂

 10. Hugmynd að verkefnum.

  Fyrir utan þau 70% sem allir vinna, þá er ég að hugsa um að skrifa bókarýni (5-10%) – Er með eina bók í huga, en veit ekki hvort ég megi taka hana.
  lýsa rannsóknargrein (5-10%)- Hef ekki ákveðið hvaða grein.
  Kynna þema á veffundi (5-10%)

 11. Ég er að spá í fyrir utan hin lögbundu 70% að kynna rannsóknargrein ásamt skýrslu 10% , kynna þema á samt skýrslu 10% og gera Kennsluæfinguna 10%. Vonandi gengur þetta upp. Er líka alveg til í að sleppa einni skýrslu og taka að mér þjónustuverkefni í staðin.

 12. 70% mun ég reyna að tengja eins mikið og mögulegt er við íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna. Hitt væri 10 % kynning á bók um skipulag náms fyrir fullorðna. 10 % kynning á rannsóknarritgerð um áðurnefnt “þema” og 10% skipulag og kennsla.

 13. Frá Auði Leifs
  Auk minna 70% er ég að hugsa um að hafa mín valfrjálsu 30% með eftirfarandi hætti:
  5%: Þjónustuverkefni; skýrsla af fyrstu staðlotu.
  10%: Bókarkynning á „Læring“ eftir Knud Illeris. Skilað á námsskeiðsvefinn og fyrirspurnum svarað á veffundi.
  10%: Námsmat og námsskeiðsmat; þemakynning á veffundi. Það hefði verið fínt að gera það þ. 31/3
  5%: Aðferðalýsing á vefnum.
  Hasta luego!

 14. Fyrir utan þau 70% sem allir vinna, þá er ég að pæla í eftirfarandi verkefnum:
  *Skrifa bókarýni (10%)
  *Lýsa rannsóknargrein og skrifa skýrslu (10%)
  *Jafnvel svo að lýs annarri rannsóknargrein (10%) en ekki alveg ákveðið

 15. Ég sá að ég hafði aldrei sett inn viðfangsefnin mín á önninni. Hér eru þau með áætluðum skiladögum og samstarfsfólki.

  A. Skrifa markmið fyrir námskeið (5%) skil 12.2
  B. Skipulagning námsferlis með ólíkum aðferðum – hópverkefni KE+HHS+AL+EG (15%) skil 31.3
  C. Skipulagning Námsframboðs / Námskeiðs (45%) skil 10.5
  D. Sjálfsmat (5%) skil 12.5
  K. Þjónustuverkefni KE+Sif (10%) skil 12.5 – greinargerð
  G. Kynna þema á veffundi -KE+KG (10%) skil 9.4
  H. Lýstu rannsóknargrein – skýrsla og kynning (10%) ,,Ég er óvanur svona fjarnemastússi“ (http://netla.hi.is/greinar/2012/ryn/011.pdf). Birta á facebook og heimasíðu SFFF og skila greinargerð -skil 18.3

Leave a Reply