Smám saman fær námskeiðsvefurinn á sig form… EN þátttakendur á námskeiðinu eru beðnir um að skrá sig á vefinn.
Þú gerir það með því að smella á “Register” hér vinstra megin ofarlega:
Búðu þér til notendanafn og skráðu lykilorð sem þú manst vel. Notaðu helst netfang sem þú notar lengur en HÍ netfangið þitt, þ.e.a.s. ef þú vilt í framtíðinni fá fréttir af námsbrautinni (það verður aldrei yfirþyrmandi 😉
Svo skaltu setja mynd af þér, svo við eigum auðveldara með að fatta hver skrifaði hvað:
Þegar þú ert skráð/ur inn birtist nafnið þitt efst í hægra horninu,
- Smelltu á nafnið þitt
- veldu: Edit My Pofile
- Smelltu þar á “Change Profile Photo”:
- Smelltu þar á Choose Photo, og veldu mynd á tölvunni þinni, eins og þú gerir þegar þú setur viðhengi með tölvupósti
- Smelltu svo á Upload Photo og fylgdu leiðbeiningunum…
Þá ætti þetta að vera komið
ATH… Það getur tekið smá tíma fyrir þig að fá full réttindi á námskeiðsvefnum… Vefstjórinn þarf að gefa þér þau réttindi handvirkt 😉