Námskeiðsauglýsing, Laufey

Jákvæð og áhrifarík samskipti
Námskeið um jákvæð og áhrifarík samskipti verður haldið í Miðgarði, Gerðaskóla dagana 13., 20. og 27. maí 2015
Á námskeiðinu er farið yfir lykilþætti jákvæðra og árangursríkra samskipta við börn og unglinga. Fjallað er um hvernig best er að gefa skýr fyrirmæli og nota jákvæða styrkingu til að auka gæði og skilvirkni samskipta og bæta líðan beggja aðila. Kynntar eru leiðir til að auka samstarfsvilja barna og unglinga og bregðast við óæskilegri hegðun, auk þess sem farið er yfir ýmis atriði sem skal forðast. Jafnframt er fjallað um nokkur lykilhugtök eins og virðingu, skilning, umbunarkerfi og virka hlustun
Námskeiðið er ætlað foreldrum, skólastarfsmönnum, íþróttaþjálfurum og öðrum sem áhuga hafa á jákvæðum og árangursríkum samskiptum
Kennsla er meðal annars í formi fyrirlestra, verkefna, umræðna og æfinga
Umsjón með námskeiðinu hefur Laufey Erlendsdóttir kennari og íþróttafræðingur. Hún hefur starfað sem kennari og nemendaráðgjafi í fjölda ára og sérhæft sig í jákvæðum samskiptum

Heimildir:

Click to access 100813_Namskeidslysing_leidbeiningar_fyrir_kennara_HANDBOK_VL001.pdf

http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/1159/Gaedahandbok-kennara_2009.pdf?sequence=1

Click to access writing-course-descriptions-2012.pdf

Click to access coursedescriptionstyleguide.pdf

Í þeim heimildum sem ég studdist við er m.a. fjallað um að mikilvægt sé að fram komi hvernig sú þekking sem fólk öðlast á námskeiðinu nýtist þátttakendum. Einnig skiptir máli að fram komi fyrir hvern námskeiðið er, markmið og tilgangur, efnisþættir og kennsluaðferðir. Gott er að hæfni og/eða sérhæfing leiðbeinanda komi að einhverju leyti fram. Áherslur eru nokkuð misjafnar á lengd auglýsigar enda fari hún eftir því hvar auglýsingin er birt. Skv. heimildum mínum er eðlilegt að hún sé á bilinu 75-170 orð og að orðalag sé í nútíð. Gott er að titillinn sé grípandi og forðast skal að endurtaka hann í lýsingunni sjálfri. Jafnvel er gott að auglýsingin hefjist á grípandi sögn sem er lýsandi fyrir innihald námskeiðisins.

Leave a Reply